Elsta vetrarbrautin mynduð 23. október 2010 03:00 Sævar Helgi Bragason „Þetta er fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum hingað til. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði af stað fyrir rúmlega þrettán milljörðum ára, nánar tiltekið aðeins um 600 milljón árum eftir Miklahvell. Það er um átta milljörðum ára áður en jörðin var til," segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og tengiliður ESO á Íslandi, um nýjustu uppgötvun stjarnvísindanna. Hópur evrópskra stjarnvísindamanna hefur með hjálp risavaxins stjörnusjónauka (VLT) mælt vegalengdina til fjarlægustu vetrarbrautar sem fundist hefur í alheimi. Þetta er í fyrsta sinn sem ljós frá vetrarbraut sést brjótast út úr þéttri vetnisþoku sem fyllti alheiminn í árdaga. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature. „Mæling á rauðviki fjarlægustu vetrarbrautar sem sést hefur hingað til er í sjálfu sér mjög spennandi en þær stjarneðlisfræðilegu ályktanir sem draga má af þessum mælingum eru enn mikilvægari," segir Nicole Nesvadba, einn höfunda greinarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við vitum fyrir víst að við erum að horfa á eina af þeim vetrarbrautum sem brutu upp þokuna sem fyllti alheiminn í árdaga." Sævar Helgi segir að uppgötvunin sýni að stjörnur og vetrarbrautir mynduðust tiltölulega stuttu eftir Miklahvell þegar alheimurinn var enn á barnsaldri. Eins segir Sævar að uppgötvunin sé tæknilegt afrek sem hefði aldrei verið mögulegt án stærstu stjörnusjónauka og öflugustu mælitækja heims. Árið 2018 verður stjörnusjónaukinn E-ELT tekinn í notkun. „Þá verða svona uppgötvanir án efa gerðar reglulega en allar þessar rannsóknir eru liður í því að skilja hvernig alheimurinn ól okkur af sér," segir Sævar Helgi. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Þetta er fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum hingað til. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði af stað fyrir rúmlega þrettán milljörðum ára, nánar tiltekið aðeins um 600 milljón árum eftir Miklahvell. Það er um átta milljörðum ára áður en jörðin var til," segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og tengiliður ESO á Íslandi, um nýjustu uppgötvun stjarnvísindanna. Hópur evrópskra stjarnvísindamanna hefur með hjálp risavaxins stjörnusjónauka (VLT) mælt vegalengdina til fjarlægustu vetrarbrautar sem fundist hefur í alheimi. Þetta er í fyrsta sinn sem ljós frá vetrarbraut sést brjótast út úr þéttri vetnisþoku sem fyllti alheiminn í árdaga. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature. „Mæling á rauðviki fjarlægustu vetrarbrautar sem sést hefur hingað til er í sjálfu sér mjög spennandi en þær stjarneðlisfræðilegu ályktanir sem draga má af þessum mælingum eru enn mikilvægari," segir Nicole Nesvadba, einn höfunda greinarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við vitum fyrir víst að við erum að horfa á eina af þeim vetrarbrautum sem brutu upp þokuna sem fyllti alheiminn í árdaga." Sævar Helgi segir að uppgötvunin sýni að stjörnur og vetrarbrautir mynduðust tiltölulega stuttu eftir Miklahvell þegar alheimurinn var enn á barnsaldri. Eins segir Sævar að uppgötvunin sé tæknilegt afrek sem hefði aldrei verið mögulegt án stærstu stjörnusjónauka og öflugustu mælitækja heims. Árið 2018 verður stjörnusjónaukinn E-ELT tekinn í notkun. „Þá verða svona uppgötvanir án efa gerðar reglulega en allar þessar rannsóknir eru liður í því að skilja hvernig alheimurinn ól okkur af sér," segir Sævar Helgi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira