Sýndi fimmtíu flíkur á dag 1. október 2010 14:25 Brynja þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag. Hún sat fyrir á myndum fyrir Urban Outfitters í sumar. Mynd/Anton Brink Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag," segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveldar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin." Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tækifæri til að ferðast og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn." Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verkefni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnudaga." - sm Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag," segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveldar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin." Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tækifæri til að ferðast og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn." Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verkefni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnudaga." - sm
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira