Umfjöllun: Valsstúlkur Íslandsmeistarar árið 2010 Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 25. apríl 2010 17:48 Berglind Íris Hansdóttir átti stórleik í marki Vals eins og svo oft áður. Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 og lauk einvíginu 3-1 Val í vil. Framstúlkur byrjuðu leikinn með látum og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Framliðið leit vel út og útlit var fyrir að þær ætluðu að valta yfir gestina. Valsstúlkur svöruðu fljótt með frábærum kafla. Þær skoruðu sjö mörk í röð og tóku forystuna í leiknum. Berglind Íris Hansdóttir varði allt sem kom á markið og þær nýttu vel sóknir sínar. Stemningin var mikil og það var þétt setið á pöllunum í Safamýrinni. Einar Jónsson tók loks leikhlé eftir þrettám mínútna leik enda lið hans engan veginn að finna sig. Þær skoruðu í kjölfarið og leikur liðsins skánaði. Stelpurnar börðust ansi hart í leiknum og mikil barátta var inn í vellinum. Valsstúlkur spiluðu gríðarlega harða vörn og tóku vel á heimastúlkum. Í eitt skiptið var Stellu Sigurðardóttir til að mynda hennt langt útaf vellinum undir einhverja uppblásna N1 dýnu. Kannski voru skilaboðin skýr og Valsstúlkur að benda þeim á að þær ætluðu sér að verða Íslandsmeistarar N1-deild kvenna. Framstúlkur funndu þó aftur taktinn í sókninni undir lok fyrrihálfleiks og náðu að saxa á forskotið. Staðan var 9-12 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Eftir að sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Stella Sigurðardóttir alvarlega eftir höfuðhögg og var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma. Stella var í kjölfarið borin útaf á börum. Eftir þetta atvik virtust heimastúlkur eflast og meiri grimmd kom í liðið. Þegar korter var eftir jöfnuðu svo loks Framarar, komust svo strax yfir og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Síðustu tíu mínúturnar af venjulegum leiktíma voru vægast sagt rafmagnaðar. Önnur eins stemning og barátta hefur sjaldan sést í kvennadeildinni og frábært að vera viðstaddur í Safamýrinni í dag og verða vitni af þessum magnaða handboltaleik. Karen Knútsdóttir gerði gæfumuninn undir lok leiksins og var frábær. Hún svo sannarlega stóð upp og fór fyrir sínu liði með 10 mörk eftir klukkutíma leik en hjá gestunum var Hrafnhildur Skúladóttir sömuleiðis frábær með 9 mörk eftir venjulegan leiktíma. Staðan var 22-22 þegar að síðari hálfleik lauk og framlenging staðreynd. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skoruðu Framstúlkur á undan. Hrafnhildur Skúladóttir var snögg að jafna úr víti hinumegin. Hún skoraði svo aftur úr víti stuttu seinna og kom Val yfir. Staðan 23-24 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Hrafnhildur var aftur mætt á vítapunktinn í seinni hlutnaum og skoraði örugglega. Berglind varði svo tvisvar sinnum frábærlega hinumegin og þar með var titillinn tryggður. Rebekka Rut Skúladóttir bætti við marki undir lokin og lokatölur 23-26. Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar í N1-deild kvenna 2010 og loks er 27 ára biðin á enda. Fram-Valur 23-26 (9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15 skot varin.Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna)Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín.Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6)Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1 skot varin.Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta)Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.)Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 og lauk einvíginu 3-1 Val í vil. Framstúlkur byrjuðu leikinn með látum og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Framliðið leit vel út og útlit var fyrir að þær ætluðu að valta yfir gestina. Valsstúlkur svöruðu fljótt með frábærum kafla. Þær skoruðu sjö mörk í röð og tóku forystuna í leiknum. Berglind Íris Hansdóttir varði allt sem kom á markið og þær nýttu vel sóknir sínar. Stemningin var mikil og það var þétt setið á pöllunum í Safamýrinni. Einar Jónsson tók loks leikhlé eftir þrettám mínútna leik enda lið hans engan veginn að finna sig. Þær skoruðu í kjölfarið og leikur liðsins skánaði. Stelpurnar börðust ansi hart í leiknum og mikil barátta var inn í vellinum. Valsstúlkur spiluðu gríðarlega harða vörn og tóku vel á heimastúlkum. Í eitt skiptið var Stellu Sigurðardóttir til að mynda hennt langt útaf vellinum undir einhverja uppblásna N1 dýnu. Kannski voru skilaboðin skýr og Valsstúlkur að benda þeim á að þær ætluðu sér að verða Íslandsmeistarar N1-deild kvenna. Framstúlkur funndu þó aftur taktinn í sókninni undir lok fyrrihálfleiks og náðu að saxa á forskotið. Staðan var 9-12 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Eftir að sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Stella Sigurðardóttir alvarlega eftir höfuðhögg og var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma. Stella var í kjölfarið borin útaf á börum. Eftir þetta atvik virtust heimastúlkur eflast og meiri grimmd kom í liðið. Þegar korter var eftir jöfnuðu svo loks Framarar, komust svo strax yfir og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Síðustu tíu mínúturnar af venjulegum leiktíma voru vægast sagt rafmagnaðar. Önnur eins stemning og barátta hefur sjaldan sést í kvennadeildinni og frábært að vera viðstaddur í Safamýrinni í dag og verða vitni af þessum magnaða handboltaleik. Karen Knútsdóttir gerði gæfumuninn undir lok leiksins og var frábær. Hún svo sannarlega stóð upp og fór fyrir sínu liði með 10 mörk eftir klukkutíma leik en hjá gestunum var Hrafnhildur Skúladóttir sömuleiðis frábær með 9 mörk eftir venjulegan leiktíma. Staðan var 22-22 þegar að síðari hálfleik lauk og framlenging staðreynd. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skoruðu Framstúlkur á undan. Hrafnhildur Skúladóttir var snögg að jafna úr víti hinumegin. Hún skoraði svo aftur úr víti stuttu seinna og kom Val yfir. Staðan 23-24 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Hrafnhildur var aftur mætt á vítapunktinn í seinni hlutnaum og skoraði örugglega. Berglind varði svo tvisvar sinnum frábærlega hinumegin og þar með var titillinn tryggður. Rebekka Rut Skúladóttir bætti við marki undir lokin og lokatölur 23-26. Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar í N1-deild kvenna 2010 og loks er 27 ára biðin á enda. Fram-Valur 23-26 (9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15 skot varin.Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna)Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín.Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6)Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1 skot varin.Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta)Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.)Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira