Körfubolti

Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant (til vinstri) lék vel í dag.
Kevin Durant (til vinstri) lék vel í dag. Mynd/AP
Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.

Bandaríkjamenn voru komnir mest með 18 stiga forskot í fjórða leikhlutanum en Rússar náðu aðeins að minnka muninn á lokakaflanum.

Bandaríkjamenn mæta annaðhvort Litháen eða Argentínu í undanúrslitaleiknum á laugardaginn en Litháar og Argentínumenn mætast í seinni leiknum í átta liða úrslitunum í dag og hefst sá leikur klukkan 18.00 að íslenskum tíma.

Kevin Durant fór á kostum í leiknum í dag og skoraði 33 stig. Hann nýtti 11 af 19 skotum sínum í leiknum. Chauncey Billups skoraði 15 stig og Russel Westbrook var með 12 stig.

Bandaríkjamenn hafa unnið alla leiki sína í keppninni ásamt bæði heimamönnum í Tyrklandi og Litháen. Tyrkir mæta Serbum í hinum undanúrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×