Viðskipti innlent

FME þjakað af reynsluleysi

Ársfundur fjármálaeftirlitið 2007 Jónas Fr. Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson og Lárus Finnbogason.
Ársfundur fjármálaeftirlitið 2007 Jónas Fr. Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson og Lárus Finnbogason.

Afleiðing þess að Fjármálaeftirlitið hafði of litlar tekjur, en Vísir greindi frá því fyrr í dag að hagsmunaðilar unnu markvisst gegn styrkingu FME, var að fjölgun

starfsmanna hélt ekki í við mikinn vöxt fjármálakerfisins og aukin verkefni sem því voru samfara.

Þá segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að starfsmannavelta hjá stofnuninni var töluverð, þó einkum innan tveggja sviða, lánasviðs og verðbréfasviðs. Starfsreynsla starfsmanna var lítil og starfsaldur fór ört lækkandi.

Meðalstarfsaldur á lánasviði og verðbréfasviði var í lok þess tímabils sem athugun rannsóknarnefndar beindist að aðeins um þrjú til fjögur ár. Allt eru þetta atriði sem takmörkuðu mjög getu Fjármálaeftirlitsins að mati rannsóknarnefndarinnar til þess að hafa virkt eftirlit með fjármálastofnunum og veita þeim nauðsynlegt taumhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×