Tvö þúsund fyrirtæki stefna í vanskil 11. nóvember 2010 06:00 rakel Sveinsdóttir Mikilvægt er að stjórnvöld bjóði upp á greiðsluúrræði sem nái til fjöldans, segir framkvæmdastjóri Creditinfo.Fréttablaðið/Valli „Ef okkur tekst að koma fram með einhver úrræði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er ég sannfærð um að það muni draga úr alvarlegum vanskilum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Nýjustu upplýsingar Creditinfo benda til að allt upp undir tvö þúsund fyrirtæki stefni í alvarleg vanskil á næstu mánuðum. Rakel bendir á að þeim geti fjölgað verði ekkert að gert. Verði spýtt í lófana geti tölurnar snúist hratt við, að hennar sögn. Hún bendir á að fyrirtæki af þessari stærðargráðu séu um 95 prósent allra fyrirtækja landsins, hjá þeim starfi allt frá einum og upp í fimmtíu manns. „Við verðum að ná til fjöldans, að þeim verðum við að huga núna,“ segir Rakel. Upplýsingaveitan Datamarket birti í gær upplýsingar um fjölda gjaldþrota síðastliðin fimm ár fram í september á þessu ári. Upplýsingarnar eru jafnt frá Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra. Tölurnar benda til að gjaldþrot fyrirtækja hafi náð hámarki í október í fyrra þegar 108 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Rakel bendir á að fjöldi gjaldþrota gefi afar takmarkaða mynd af stöðunni. „Það eru fleiri fyrirtæki sem fara í greiðsluþrot með árangurslausu fjárnámi en í gjaldþrot,“ segir hún. - jab Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
„Ef okkur tekst að koma fram með einhver úrræði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er ég sannfærð um að það muni draga úr alvarlegum vanskilum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Nýjustu upplýsingar Creditinfo benda til að allt upp undir tvö þúsund fyrirtæki stefni í alvarleg vanskil á næstu mánuðum. Rakel bendir á að þeim geti fjölgað verði ekkert að gert. Verði spýtt í lófana geti tölurnar snúist hratt við, að hennar sögn. Hún bendir á að fyrirtæki af þessari stærðargráðu séu um 95 prósent allra fyrirtækja landsins, hjá þeim starfi allt frá einum og upp í fimmtíu manns. „Við verðum að ná til fjöldans, að þeim verðum við að huga núna,“ segir Rakel. Upplýsingaveitan Datamarket birti í gær upplýsingar um fjölda gjaldþrota síðastliðin fimm ár fram í september á þessu ári. Upplýsingarnar eru jafnt frá Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra. Tölurnar benda til að gjaldþrot fyrirtækja hafi náð hámarki í október í fyrra þegar 108 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Rakel bendir á að fjöldi gjaldþrota gefi afar takmarkaða mynd af stöðunni. „Það eru fleiri fyrirtæki sem fara í greiðsluþrot með árangurslausu fjárnámi en í gjaldþrot,“ segir hún. - jab
Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira