Saksóknara leitað í hópi sérfræðinga Atlanefndarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2010 21:22 Atli þarf að velja nýjan saksóknara. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, að hann tilnefni saksóknara á næstu dögum. Í lögum um landsdóm segir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar horft til þeirra lögspekinga sem störfuðu með nefndinni og líklegt að þeir verði beðnir um að taka að sér verkið. Það eru þau Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Jónatan Þórmundsson segist í samtali við Vísi ekki geta hugsað sér að taka að sér starfið. „Ég er náttúrlega alltaf í einhverjum verkefnum, en ég hef hvorki áhuga né treysti mér til að taka svona starf sem er umdeilt og erfitt," segir Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Jónatan segist hafa verið saksóknari á sínum yngri árum en vilji núna helst bara vinna í rólegheitum sem fræðimaður. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Atla Gíslason í kvöld en ekki haft erindi sem erfiði. Landsdómur Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, að hann tilnefni saksóknara á næstu dögum. Í lögum um landsdóm segir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar horft til þeirra lögspekinga sem störfuðu með nefndinni og líklegt að þeir verði beðnir um að taka að sér verkið. Það eru þau Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Jónatan Þórmundsson segist í samtali við Vísi ekki geta hugsað sér að taka að sér starfið. „Ég er náttúrlega alltaf í einhverjum verkefnum, en ég hef hvorki áhuga né treysti mér til að taka svona starf sem er umdeilt og erfitt," segir Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Jónatan segist hafa verið saksóknari á sínum yngri árum en vilji núna helst bara vinna í rólegheitum sem fræðimaður. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Atla Gíslason í kvöld en ekki haft erindi sem erfiði.
Landsdómur Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira