Saksóknara leitað í hópi sérfræðinga Atlanefndarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2010 21:22 Atli þarf að velja nýjan saksóknara. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, að hann tilnefni saksóknara á næstu dögum. Í lögum um landsdóm segir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar horft til þeirra lögspekinga sem störfuðu með nefndinni og líklegt að þeir verði beðnir um að taka að sér verkið. Það eru þau Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Jónatan Þórmundsson segist í samtali við Vísi ekki geta hugsað sér að taka að sér starfið. „Ég er náttúrlega alltaf í einhverjum verkefnum, en ég hef hvorki áhuga né treysti mér til að taka svona starf sem er umdeilt og erfitt," segir Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Jónatan segist hafa verið saksóknari á sínum yngri árum en vilji núna helst bara vinna í rólegheitum sem fræðimaður. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Atla Gíslason í kvöld en ekki haft erindi sem erfiði. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, að hann tilnefni saksóknara á næstu dögum. Í lögum um landsdóm segir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar horft til þeirra lögspekinga sem störfuðu með nefndinni og líklegt að þeir verði beðnir um að taka að sér verkið. Það eru þau Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Jónatan Þórmundsson segist í samtali við Vísi ekki geta hugsað sér að taka að sér starfið. „Ég er náttúrlega alltaf í einhverjum verkefnum, en ég hef hvorki áhuga né treysti mér til að taka svona starf sem er umdeilt og erfitt," segir Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Jónatan segist hafa verið saksóknari á sínum yngri árum en vilji núna helst bara vinna í rólegheitum sem fræðimaður. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Atla Gíslason í kvöld en ekki haft erindi sem erfiði.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira