Innlent

Ingólfur færður til yfirheyrslu eftir næturvist hjá lögreglunni

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur verið færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.

Hann var fluttur þangað upp úr hádegi en hann virðist hafa gist á lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem myndatökumaður fréttastofunnar sá hann.

Ingólfur var svo færður til sérstaks saksóknara um inngang ríkisskattstjóra og þaðan inn á skrifstofu embættis sérstaks saksóknara.

Ekki er ljóst hvort búið sé að færa Steingrím Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóra áhættustýringar, til yfirheyrslu.

Þeir voru handteknir í nótt samkvæmt fréttastofu RÚV. Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, vildi ekkert gefa upp varðandi handtökurnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í dag.




Tengdar fréttir

Embætti sérstaks saksóknara þögult sem gröfin

Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans.

Fleiri Kaupþingsmenn handteknir

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, voru handteknir við komuna til landsins í nótt. Þeir voru yfirheyrðir snemma í morgun og í framhaldinu færðir í fangaklefa. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×