Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli kemur fram að verið sé að loka Mýrdalsjökli vegna öskufalls. Þar er nú öskufall austast á sandinum og skyggni lítið sem ekkert.
Gosið hefur víðtæk áhrif víða um heim. Á erlendum sjónvarpsstöðum er eldgosið fyrsta frétt enda verið að loka öllum flugvöllum í London og víða um Evrópu.
Í tilkynningunni kemur fram að frekari upplýsinga sé að vænta á vefsíðu Vegagerðarinnar.