Íslenski boltinn

Breiðablik komið í samstarf við Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Breiðablik kynnti í dag samstarf við enska knattspyrnustórveldið Tottenham en samkomulagið felur meðal annars í sér að Tottenham starfrækir knattspyrnuskóla hér á landi næsta sumar.

Á kynningarfundinn mætti einnig Charlotte Lade, sem er freestyle fótboltakona frá Álasundi í Noregi en hún hefur verið hjá Tottenham í hálft ár.

Breiðablik og Tottenham munu halda saman tvo knattspyrnuskóla næsta sumar fyrir krakka í 3. til 5. flokki en það eru krakkar fæddir frá 1995 til 2000.

Fjórir þjálfarar frá Tottenham koma í skólann og kenna þar ásamt þjálfurum Breiðabliks. Námskeiðin verða haldin frá 6. til 17. júní og eru aðeins fyrir iðkendur Breiðabliks en skráning hefst 6. desember næstkomandi.

Hér með þessari frétt er viðtal við Mark Jones, yfirmann skólans og Jón Berg Torfason, yfirmann unglingaráðs hjá Breiðabliki. Þar má einnig sjá norsku stelpuna Charlotte Lade leika sér með boltann á kynningarfundinum í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×