Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 19:33 Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira