Umfjöllun: Birkir Ívar vann þessa lotu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2010 21:11 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Engu líkara var en að markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum og Sveinbjörn Pétursson, HK, háðu einvígi þegar liðin mættust í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Báðir markverðir sýndu frábæra takta en að lokum stóðu Birkir Ívar og hans menn eftir sem sigurvegarar. Haukar unnu, 22-20, eftir æsispennandi lokamínútur. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu miklu betur og Haukarnir virtust eiga í miklum vandræðum með öfluga 6-0 vörn HK-inga. Að sama skapi gekk HK ágætlega að leysa 3-2-1 vörn Haukanna. HK komst í 6-3 en þá snerist leikurinn við. HK skoraði aðeins tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og bæði úr vítaköstum. Reyndar var vítanýting beggja liða sorglega léleg í kvöld - alls voru sex af sextán vítaköstum nýtt. Birkir Ívar varði alls fimm víti í kvöld og Sveinbjörn þrjú. Haukar náðu því frumkvæðinu og héldu því þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þá náði HK að jafna metin en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og gátu því fagnað góðum sigri. Sóknarleikur beggja liða var betri í seinni hálfleik en sem fyrr segir komu markverðirnir í veg fyrir að ekki voru fleiri mörk skoruð en raun bar vitni. Haukar voru þó grimmari á boltann og duglegri að sækja fráköstin og nýta þau. Einnig skipti miklu að HK misnotaði alls sex víti í leiknum og munar um minna í leik sem þessum. Varnarleikurinn var að sama skapi mjög góður hjá báðum liðum allan leikinn og nutu markverðrnir vissulega góðs af því. Með smá heppni hefðu gestirnir vel getað náð sér alla vega í framlengingu og vilja þeir sjálfsagt hefna fyrir það þegar liðin mætast í Digranesinu á laugardaginn.Haukar - HK 22 - 20 (10-8)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/1 (16/2), Björgvin Hólmgeirsson 4 (10), Pétur Pálsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 3 (4), Einar Örn Jónsson 1 (2), Gunnar Berg Viktorsson 1/1 (3/3), Guðmundur Árni Ólafsson (1/1), Gísli Jón Þórisson (4).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/5 (39/8, 51%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 2 (Freyr 1, Sigurbergur 1).Fiskuð víti: 6 (Freyr 3, Pétur 2, Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson (2/1), Ragnar Hjaltested (1/1), Valdimar Þórsson 5/3 (10/5), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6/1), Sverrir Hermannsson 3 (5), Hákon Bridde 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1/1 (5/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Atli Karl Bachmann 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (43/5, 49%).Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 2, Valdimar 2, Hákon 1, Vilhelm Gauti 1).Fiskuð víti: 10 (Atli Ævar 3, Ragnar 2, Sverrir 2, Bjarki Már 1, Hákon 1, Atli Karl 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira
Engu líkara var en að markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum og Sveinbjörn Pétursson, HK, háðu einvígi þegar liðin mættust í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Báðir markverðir sýndu frábæra takta en að lokum stóðu Birkir Ívar og hans menn eftir sem sigurvegarar. Haukar unnu, 22-20, eftir æsispennandi lokamínútur. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu miklu betur og Haukarnir virtust eiga í miklum vandræðum með öfluga 6-0 vörn HK-inga. Að sama skapi gekk HK ágætlega að leysa 3-2-1 vörn Haukanna. HK komst í 6-3 en þá snerist leikurinn við. HK skoraði aðeins tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og bæði úr vítaköstum. Reyndar var vítanýting beggja liða sorglega léleg í kvöld - alls voru sex af sextán vítaköstum nýtt. Birkir Ívar varði alls fimm víti í kvöld og Sveinbjörn þrjú. Haukar náðu því frumkvæðinu og héldu því þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þá náði HK að jafna metin en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og gátu því fagnað góðum sigri. Sóknarleikur beggja liða var betri í seinni hálfleik en sem fyrr segir komu markverðirnir í veg fyrir að ekki voru fleiri mörk skoruð en raun bar vitni. Haukar voru þó grimmari á boltann og duglegri að sækja fráköstin og nýta þau. Einnig skipti miklu að HK misnotaði alls sex víti í leiknum og munar um minna í leik sem þessum. Varnarleikurinn var að sama skapi mjög góður hjá báðum liðum allan leikinn og nutu markverðrnir vissulega góðs af því. Með smá heppni hefðu gestirnir vel getað náð sér alla vega í framlengingu og vilja þeir sjálfsagt hefna fyrir það þegar liðin mætast í Digranesinu á laugardaginn.Haukar - HK 22 - 20 (10-8)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/1 (16/2), Björgvin Hólmgeirsson 4 (10), Pétur Pálsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 3 (4), Einar Örn Jónsson 1 (2), Gunnar Berg Viktorsson 1/1 (3/3), Guðmundur Árni Ólafsson (1/1), Gísli Jón Þórisson (4).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/5 (39/8, 51%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 2 (Freyr 1, Sigurbergur 1).Fiskuð víti: 6 (Freyr 3, Pétur 2, Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson (2/1), Ragnar Hjaltested (1/1), Valdimar Þórsson 5/3 (10/5), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6/1), Sverrir Hermannsson 3 (5), Hákon Bridde 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1/1 (5/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Atli Karl Bachmann 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (43/5, 49%).Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 2, Valdimar 2, Hákon 1, Vilhelm Gauti 1).Fiskuð víti: 10 (Atli Ævar 3, Ragnar 2, Sverrir 2, Bjarki Már 1, Hákon 1, Atli Karl 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira