Handbolti

Jóhann Gunnar: Liðið varð gott þegar ég kom

Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar
Jóhann á ferðinni í kvöld.
Jóhann á ferðinni í kvöld.

„Það er frábært að vinna meistaraefnin á þeirra heimavelli,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn á FH í kvöld. Framarar unnu frábæran sigur á FH ,33-38, í fimmtu umferð N1 deild-karla í kvöld. 

„Við skorum 38 mörk í leiknum sem er gjörsamlega frábært og það er ekki hægt að tapa með svona sóknarleik. Vörnin hefði mátt vera aðeins betri hjá okkur í kvöld en þetta var rosalegur markaleikur hjá báðum liðum og því lítið um varnarleik,“ sagði Jóhann.

„Við vorum með frumkvæðið allan leikinn en náðum ekki að slíta okkur frá þeim. Leikurinn var í raun mjög sveiflukenndir því við komust oft nokkrum mörkum yfir en hleypum þeim aftur inn í leikinn. Við höfum verið að missa niður forskot í vetur en það gerðist ekki í kvöld sem er virkilega jákvætt,“ sagði Jóhann.

Fyrir einu ári voru Framarar í miklu basli og í fallbaráttu í deildinni en staðan er allt önnur  í ár.

„Fyrir mér er þetta í raun augljóst. Liðið var ekki með mig innanborðs í fyrra og það er bara munurinn,“ sagði Jóhann hlæjandi eftir leikinn í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×