Einar K.: „Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd“ Höskuldur Kári Schram skrifar 29. september 2010 18:44 Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins. Landsdómur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins.
Landsdómur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira