Góður sigur Inter á Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 18:26 Wesley Sneijder skorar hér mark sitt í leiknum. Nordic Photos / AFP Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira