Handbolti

Sigfús Sigurðsson ekki áfram hjá Val en gæti spilað áfram

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson. Fréttablaðið.
Sigfús Sigurðsson mun ekki spila með Val á næstu leiktíð. Silfurdrengurinn ætlar að sjá til hvort hann spili áfram en honum var tilkynnt af Júlíusi Jónassyni, þjálfara liðsins, að krafta hans yrði ekki óskað.

Júlíus staðfesti þetta við Vísi. Hann segist vilja byggja á yngri leikmönnum en Sigfús sneri aftur á völlinn undir lok tímabilsins eftir erfið meiðsli.

Sigfús var í aðgerð í morgun, fjarlægja þurfti æðahnúta sem mynduðust eftir síðustu hnéaðgerð hans, sem var fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Sigfús staðfesti að "ef ég spila mun ég ekki spila áfram með Val."

En mun hann halda áfram að spila handbolta? "Tíminn einn verður að leiða það í ljós. Ég ætla að sjá hvernig ég er í lok sumarsins. Ég er ekkert vanur að gefast upp," sagði Sigfús sem er því samningslaus og laus allra mála hjá Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×