Hanna Birna vinnur á meðal kvenna 29. maí 2010 08:30 Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira