Tún á bænum Önundarhorni verða hreinsuð 23. apríl 2010 09:25 Allt land undir Eyjafjöllum er þakið ösku. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Þessi tiltekni bær fór einstaklega illa undan flóðinu í Svaðbælisá og hluti túna eru þakin jökulleir og öðrum framburði samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að það sé mjög mikilvægt að þetta verkefni sé hafið strax vegna vorkomunnar og eru bændurnir Pála Kristin Buch og Sigurður Þór Þórhallsson tilbúin að takast á við það með tilstyrk Bjargráðasjóðs. Stjórnarformaður Bjargráðasjóðs, Hildur Traustadóttir, hefur á undanförnum dögum kynnt sér aðstæður og sótt upplýsingafundi sem hafa verið haldnir meðal íbúa á áhrifasvæði gossins. Samkvæmt upplýsingum Hildar mun stjórn sjóðsins funda í dag, 23. apríl, og fara yfir stöðu mála. En kappkostað verði að aðkoma sjóðsins verði bæði skjótvirk og skilvirk. Á ferð sinni í gær um öskusvæðið undir Eyjafjöllum skoðaði Jón Bjarnsons, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ennfremur önnur vegsumerki eftir hlaup Svaðbælisár við bæinn Þorvaldseyri. Farvegur árinnar þar efst er nú fullur af sandi og aur og getur alls ekki flutt mikið vatn án þess flæða yfir bakka sína og skapa þannig hættu á enn frekara tjóni en þegar er orðið á Þorvaldseyri. Fyrir liggur að styrkja þarf og hækka varnagarða frekar og jafnvel dýpka farveg árinnar svo fljótt sem verða má. Slíkt verkefni er til skoðunar hjá Vegageðinni og Landgræðslu ríkisins í samráði við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri og væntir ráðherra þess að niðurstöðu um aðgerðir sé að vænta hið fyrsta. Unnið er áfram að skoðun mála er tengjast sjálfu öskufallinu og aðgerðum tengdum því af samráðsnefnd ráðuneytisins ásamt öðrum aðilum. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Þessi tiltekni bær fór einstaklega illa undan flóðinu í Svaðbælisá og hluti túna eru þakin jökulleir og öðrum framburði samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að það sé mjög mikilvægt að þetta verkefni sé hafið strax vegna vorkomunnar og eru bændurnir Pála Kristin Buch og Sigurður Þór Þórhallsson tilbúin að takast á við það með tilstyrk Bjargráðasjóðs. Stjórnarformaður Bjargráðasjóðs, Hildur Traustadóttir, hefur á undanförnum dögum kynnt sér aðstæður og sótt upplýsingafundi sem hafa verið haldnir meðal íbúa á áhrifasvæði gossins. Samkvæmt upplýsingum Hildar mun stjórn sjóðsins funda í dag, 23. apríl, og fara yfir stöðu mála. En kappkostað verði að aðkoma sjóðsins verði bæði skjótvirk og skilvirk. Á ferð sinni í gær um öskusvæðið undir Eyjafjöllum skoðaði Jón Bjarnsons, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ennfremur önnur vegsumerki eftir hlaup Svaðbælisár við bæinn Þorvaldseyri. Farvegur árinnar þar efst er nú fullur af sandi og aur og getur alls ekki flutt mikið vatn án þess flæða yfir bakka sína og skapa þannig hættu á enn frekara tjóni en þegar er orðið á Þorvaldseyri. Fyrir liggur að styrkja þarf og hækka varnagarða frekar og jafnvel dýpka farveg árinnar svo fljótt sem verða má. Slíkt verkefni er til skoðunar hjá Vegageðinni og Landgræðslu ríkisins í samráði við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri og væntir ráðherra þess að niðurstöðu um aðgerðir sé að vænta hið fyrsta. Unnið er áfram að skoðun mála er tengjast sjálfu öskufallinu og aðgerðum tengdum því af samráðsnefnd ráðuneytisins ásamt öðrum aðilum.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira