Vill nýjan dómara í máli níumenninga 18. ágúst 2010 06:00 Fyrir utan héraðsdóm Á meðan málið fór fram í dómsal börðu þeir sem ekki fengu inngöngu um tíma á hurðir og glugga.Fréttablaðið/GVA Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira