Átta fundir verða haldnir með íbúum í grennd við Eyjafjallajökul næstu daga. Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum.
Íbúafundir verða haldnir næstu daga á eftirtöldum stöðum:
Mánudagur 19. apríl
• kl. 10.30 Gunnarshólma
• kl. 14.00 Heimalandi
• kl. 17.00 félagsheimilinu í Vík
• kl. 20.30 Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri
Þriðjudagur 20. apríl
• kl. 14.00 Laugalandi
• kl. 18.00 Vestmannaeyjum
Miðvikudagur 21. apríl
• kl. 17.00 Hellu
• kl. 20.00 Hvolsvelli

