Innlent

Stjórnir verði endurvaktar

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

Stjórnir heilbrigðisstofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga.

Heilbrigðis­stofnanir höfðu sérstakar stjórnir allt til ársins 2003 þegar þær voru aflagðar. Telja flutningsmenn mikilvægt að þær verði settar á fót á ný svo samhæfa megi betur starfsemi heilbrigðisstofnana og áherslur í störfum sveitarfélaga og styrkja megi stöðu heilsugæslunnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×