Sölvi Geir Ottesen skoraði gott skallamark fyrir FC Köbenhavn í kvöld. Tryggði hann liðinu sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir vikið.
Sölvi skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Hann sagði við Vísi í kvöld að leikmenn liðsins hefðu verið klaufar að klára leikinn ekki fyrr.
Dregið verður í Meistaradeildinni á föstudaginn en FCK er þar í þriðja styrkleikaflokki.
Smelltu hér til að sjá skallamark Sölva.
Dýrmætt skallamark Sölva - myndband
Tengdar fréttir
Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur
„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.