Afskrifar sex milljarða vegna lána til stjórnenda Atorku Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. ágúst 2010 18:30 Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna. Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna.
Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06
Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05
Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09