Fjör á frístundaheimilum 2. september 2010 06:00 Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar