Fjör á frístundaheimilum 2. september 2010 06:00 Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun