Plötusnúður í verslunarrekstri 3. desember 2010 16:30 Natalie er ánægð yfir að vera komin í verslunarrekstur en búðin Altari sérhæfir sig í gæðalegum bómullarfatnaði. Fréttablaðið/Stefán "Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp
Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira