Ísland og ESB munu helst deila um fisk 7. október 2010 05:30 Úr þjóðmenningarhúsi Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands.fréttablaðið/GVA Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira