Viðskipti erlent

Himinhátt íbúðaverð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúðaverð í Árósum er orðið ansi hátt. Mynd/ Citigroup.
Íbúðaverð í Árósum er orðið ansi hátt. Mynd/ Citigroup.
Það er orðið dýrara að kaupa íbúð í Árósum en í Kaupmannahöfn, sjálfri höfuðborg Danmerkur, segir á danska viðskiptavefnum epn.dk.

Fasteignaverð í Árósum er þar með orðið hæst af öllum borgum í landinu.

Uffe Vind, upplýsingafulltrúi fasteignamiðlunarinnar Danbolig, segist gera ráð fyrir að munurinn á fasteignaverði í Árósum og Kaupmannahöfn eigi eftir að verða meiri.

Epn.dk segir að 75 fermetra íbúð í Árósum kosti nú um 1,87 milljón danskar krónur sem samsvarar um 40 milljónum íslenskra króna. Það er um 3,5 milljónum íslenskum krónum meira en sambærileg íbúð kostar í Kaupmannahöfn.

Við lauslega athugun á fasteignavef Vísis kemur í ljós að algengt verð á 75 fermetra íbúðum í Reykjavík er 18 - 20 milljónir króna, eftir því hvar íbúðin er staðsett. Algengt verð á íbúðum að sambærilegri stærð á Akureyri er um 12-15 milljónir króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×