Umfjöllun: Bjarni Fritzson stýrði flugeldasýningu í Digranesi Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar 30. september 2010 19:56 Bjarni Fritzson. Mynd/Valli Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira