Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. apríl 2010 17:26 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira