Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. apríl 2010 17:26 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti