Ungverjaland skapar ótta meðal fjárfesta 19. júlí 2010 11:02 Þróun mála í Ungverjalandi hefur skapað ótta meðal fjárfesta sem eru byrjaðir að losa sig úr stöðum sínum, bæði á hluta- og skuldabréfamarkaðinum þarlendis sem og frá gjaldmiðli landsins, forintunni. Forintan hefur fallið í verði eins og við var búist í morgun eða um 3%. Við þessu var búist eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB ákváðu að hætta við fyrirhugaða 20 milljarða evra efnahagsaðstoð sína við Ungverjaland. Sjóðnum og ESB þóttu ungversk stjórnvöld ekki ganga nógu langt í niðurskurði sínum á opinberum fjárlögum landsins. Á sama tíma og gengi forintunnar fellur hefur vísitalan í kauphöllinni í Budapest fallið um sömu prósentur. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag landsins rokið upp og vextir á þriggja ára ríkisskuldabréfum hafa hækkað um rúmar 1,5 prósentur. Greining Danske Bank hefur áhyggjur af þessari þróun og segir að hún gæti sett efnahag austurhluta Evropu á hliðina að nýju. Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir greiningu bankans að Ungverjaland gæti orðið hið „nýja Grikkland". Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þróun mála í Ungverjalandi hefur skapað ótta meðal fjárfesta sem eru byrjaðir að losa sig úr stöðum sínum, bæði á hluta- og skuldabréfamarkaðinum þarlendis sem og frá gjaldmiðli landsins, forintunni. Forintan hefur fallið í verði eins og við var búist í morgun eða um 3%. Við þessu var búist eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB ákváðu að hætta við fyrirhugaða 20 milljarða evra efnahagsaðstoð sína við Ungverjaland. Sjóðnum og ESB þóttu ungversk stjórnvöld ekki ganga nógu langt í niðurskurði sínum á opinberum fjárlögum landsins. Á sama tíma og gengi forintunnar fellur hefur vísitalan í kauphöllinni í Budapest fallið um sömu prósentur. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag landsins rokið upp og vextir á þriggja ára ríkisskuldabréfum hafa hækkað um rúmar 1,5 prósentur. Greining Danske Bank hefur áhyggjur af þessari þróun og segir að hún gæti sett efnahag austurhluta Evropu á hliðina að nýju. Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir greiningu bankans að Ungverjaland gæti orðið hið „nýja Grikkland".
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira