Handbolti

Ingvar: Þeir voru bara betri í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán

„Við vorum ekki alveg eins klárir í þennan leik eins og í síðustu leikjum. Ég veit ekki alveg hvað veldur. Við þurfum bara að skoða þetta og reyna að laga hlutina fyrir næsta leik," sagði Ingvar Árnason, leikmaður Vals.

Valsmenn töpuðu 30-24 fyrri Haukum í Hafnarfirðinum í kvöld. Haukar eru því komnir með 2-1 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigra þarf til að verða meistari.

„Þeir voru bara betri í dag. Þeir voru með undirtökin í fyrri hálfleik en við ætluðum samt að klára þá og náðum að komast inn í leikinn í seinni hálfleiknum. En svo klúðruðum við þessu og það er bara lélegt," sagði Ingvar.

„En þetta er langt frá því að vera búið. Nú förum við heim og klárum það bara, þá fáum við hreinan úrslitaleik. Við klikkuðum á því í fyrra en klárum það núna."

Liðin mætast í fjórða sinn í Vodafone-höllinni á fimmtudagskvöld og þar geta Haukar með sigri tryggt sér titilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×