Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir 29. september 2010 04:00 guðmundur marteinsson „Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira