Einkareknir skólar gagnrýna breytingar 21. október 2010 04:00 ísaksskóli Skólastjóri Ísaksskóla segir kirkjuferðir vera hluta af almennu skólastarfi og er hugsi yfir breytingartillögum. fréttablaðið/gun Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira