Handbolti

FH lá fyrir Lindesberg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Örn Ingi átti flottan leik.
Örn Ingi átti flottan leik.

Karlalið FH í handknattleik er í Svíþjóð þessa dagana þar sem það tekur þátt í æfingarmóti í Eskilstuna.

Liðið spilaði sinn fyrsta leik í gær og tapaði þá fyrir LIF Lindesberg, 32-27. Svíarnir alltaf skrefinu á undan og lönduðu sanngjörnum sigri.

Hinn 17 ára gamli Ísak Rafnsson átti frábæra innkomu í FH-liðið og skoraði 8 mörk í leiknum, þar af 6 í fyrri hálfleik.

Örn Ingi Bjarkason var einnig sterkur og skoraði 9 mörk og var markahæstur í FH-liðinu.

FH leikur gegn Elverum í kvöld en norska liðið tapaði fyrir GUIF í fyrsta leik, 28-25.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×