Keyptu Alþjóðahúsið á Hverfisgötu fyrir Bar 11 18. maí 2010 06:15 Össur Hafþórsson, lengst til vinstri, undirbýr flutning Bars 11 á Hverfisgötu. Með honum á myndinni eru Linda Mjöll, Eyvindur og Einar Bragi. Fréttablaðið/Anton Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkrum dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra húsnæði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjallara hússins. Á miðhæðinni verður svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn," segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggertssyni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkomandi og verður gamla húsnæðið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Veitingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er uppskrift frá mér sjálfum, hestaborgara auk annarra rétta," útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnaður nýr bar sem fær hið skemmtilega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við barinn Eyjafjallajökul þar sem trúbadorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utanáliggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar," segir Össur kampakátur. - sm Lífið Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkrum dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra húsnæði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjallara hússins. Á miðhæðinni verður svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn," segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggertssyni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkomandi og verður gamla húsnæðið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Veitingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er uppskrift frá mér sjálfum, hestaborgara auk annarra rétta," útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnaður nýr bar sem fær hið skemmtilega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við barinn Eyjafjallajökul þar sem trúbadorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utanáliggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar," segir Össur kampakátur. - sm
Lífið Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira