Innlent

Skýrsla Rannsóknarnefndar verður birt 12. apríl

Skýrslan Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða afhent og birt á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir páska, 12. apríl næstkomandi.

Þetta kemur fram á vefsíðu nefndarinnar. Þar segir að skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Í fyrstu sjö bindum skýrslunnar er fjallað um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008.

Áttunda bindi hefur að geyma skýrslu vinnuhóps sem hafði það hlutverk að svara því hvort skýringar á falli íslensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði. Í níunda bindi eru birtir valdir viðaukar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Með netútgáfu skýrslunnar fylgja fleiri viðaukar.

Skýrslan verður til sölu í bókabúðum. Hún verður einnig aðgengileg almenningi á Netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is. Sá hluti skýrslunnar sem hefur verið þýddur á ensku verður aðgengilegur á slóðinni sic.althingi.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×