Íslenski boltinn

Skagamenn lentu 0-4 undir en náðu að tryggja sér jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Árnason skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og er því kominn með 6 mörk í 4 leikjum í Lengjubikarnum.
Þorvaldur Árnason skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og er því kominn með 6 mörk í 4 leikjum í Lengjubikarnum. Mynd/Anton

ÍA og Stjarnan gerðu 4-4 jafntefli í miklum markaleik í Akraneshöllinni í Riðli 1 í Lengjubikar karla í dag þar sem Stjörnumenn fóru illa með frábæra stöðu.

Þorvaldur Árnason, Hilmar Þór Hilmarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Víðir Þorvarðarson komu Stjörnunni í 4-0 á fyrstu 50 mínútum leiksins en Skagamenn skoruðu fjögur mörk á síðustu 34 mínútunum og tryggðu sér jafntefli.

Ólafur Valur Valdimarsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Eggert Kári Karlsson skoruðu þrjú mörk á níu mínútna kafla og Gísli Freyr Brynjarsson tryggði liðinu síðan stig með jöfnunarmarki fjórum mínútum fyrir leikslok.

Skagamenn eru því áfram taplausir á toppi riðilsins með 10 stig úr fjórum leikjum en Stjarnan er í 2. sæti með sjö stig.

Upplýsingar um leikinn eru fengnar af fotbolti.net en ítarlegri frétt um leikinn má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×