Innlent

Þurfandi mætt með aðstoð og leik

Berjumst gegn fátækt Veggspjöldum til að vekja athygli á Evrópuárinu verður dreift um alla álfuna.
Berjumst gegn fátækt Veggspjöldum til að vekja athygli á Evrópuárinu verður dreift um alla álfuna.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir.

Verkefnunum er ætlað að auka fjölbreytni við úrræði og námskeið til að bæta aðstæður atvinnulausra, tekjulágra og fólks með skerta starfsgetu.

Þeim er líka ætlað að vinna gegn fordómum og ýta undir félagslega virkni.

Verkefnin felast meðal annars í námskeiðum, rannsóknum, samveru og skemmtunum.

Meðal styrkþega eru Heyrnarhjálp, Kærleikssamtökin, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Hlutverkasetur og AE-starfsendurhæfing, Efling-stéttarfélag og Hjálparstarf kirkjunnar.

Sem dæmi um verkefni má nefna að HHhópurinn hyggst auka lífsgæði íbúa á Hátúnssvæðinu með því að rjúfa félagslega einangrun, auka samveru og stuðning til virkrar þátttöku í samfélaginu, Hildur Jóhannesdóttir og Gunnar Kvaran ætla að bjóða upp á lifandi tónlistarflutning fyrir fólk sem berst við veikindi af geðrænum toga, eldri borgara og fanga og Velferðarsjóður Suðurnesja ætlar að aðstoða efnaminni foreldra við að kosta dvöl barna þeirra á leikjanámskeiðum og sumarbúðum.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×