Avatar fékk Gullhnöttinn 19. janúar 2010 04:00 avatar James Cameron ásamt framleiðanda og aðalleikurum Avatar þegar þau tóku á móti Golden Globe-verðlaununum.nordicphotos/getty Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Golden Globes Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side.
Golden Globes Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira