Icelandair fellir niður flug til Norðurlandanna 15. apríl 2010 14:55 Icelandair hefur fellt niður flug til og frá Osló og Stokkhólmi og tvö flug til og frá Kaupmannahöfn í dag, en þessu flugum hafði áður verið seinkað vegna áhrifa gossins í Eyjafjallajökli. Flug til/frá Amsterdam og Frankfurt er samkvæmt áætlun, en í nokkurri seinkun, og sömuleiðis flug síðdegis til Boston og New York í Bandaríkjunum. Um tvö þúsund farþegar eiga bókað flug með Icelandair á þeim flugum sem raskast hafa, staðsettir hér á landi og erlendis. Óljóst er hver þróun gossins verður og hvenær flug verður á ný með eðlilegum hætti. Farþegar eru hvattir til að fylgjast með fréttum, brottfarar- og komutímum á textavarpi og vefsvæðum, og á icelandair.is. "Við erum að glíma við afleiðingar mjög sérstæðra náttúruhamfara og verðum að haga viðbrögðum okkar við nýjustu fréttir og spár hverju sinni", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. "Þessar hamfarir hafa í dag haft áhrif á hundruð þúsunda flugfarþega um allan heim og þar á meðal okkar farþega. Þetta veldur þeim að sjálfsögðu miklum óþægindum, en allir sýna þessu skilning. Þeim sem missa af flugi í dag stendur til boða að fá endurgreitt, eða fresta för og breyta farseðlum sínum. Strandaglópum er eftir atvikum séð fyrir fæði og gistingu. Núna er öll áhersla lögð á að annast þarfir viðskiptavina og koma flugáætlun sem allra fyrst af stað á ný. Ef flug til Evrópu verður heimilað á morgun stefnum við að því að setja upp aukaflug til þess að koma strandaglópum til og frá landinu sem allra fyrst." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Icelandair hefur fellt niður flug til og frá Osló og Stokkhólmi og tvö flug til og frá Kaupmannahöfn í dag, en þessu flugum hafði áður verið seinkað vegna áhrifa gossins í Eyjafjallajökli. Flug til/frá Amsterdam og Frankfurt er samkvæmt áætlun, en í nokkurri seinkun, og sömuleiðis flug síðdegis til Boston og New York í Bandaríkjunum. Um tvö þúsund farþegar eiga bókað flug með Icelandair á þeim flugum sem raskast hafa, staðsettir hér á landi og erlendis. Óljóst er hver þróun gossins verður og hvenær flug verður á ný með eðlilegum hætti. Farþegar eru hvattir til að fylgjast með fréttum, brottfarar- og komutímum á textavarpi og vefsvæðum, og á icelandair.is. "Við erum að glíma við afleiðingar mjög sérstæðra náttúruhamfara og verðum að haga viðbrögðum okkar við nýjustu fréttir og spár hverju sinni", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. "Þessar hamfarir hafa í dag haft áhrif á hundruð þúsunda flugfarþega um allan heim og þar á meðal okkar farþega. Þetta veldur þeim að sjálfsögðu miklum óþægindum, en allir sýna þessu skilning. Þeim sem missa af flugi í dag stendur til boða að fá endurgreitt, eða fresta för og breyta farseðlum sínum. Strandaglópum er eftir atvikum séð fyrir fæði og gistingu. Núna er öll áhersla lögð á að annast þarfir viðskiptavina og koma flugáætlun sem allra fyrst af stað á ný. Ef flug til Evrópu verður heimilað á morgun stefnum við að því að setja upp aukaflug til þess að koma strandaglópum til og frá landinu sem allra fyrst."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira