Mér stekkur ekki bros á vör! Frímann Gunnarsson skrifar 17. maí 2010 14:14 Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar