Innlent

Undirbúa fjöldahálparstöð á Hvolsvelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Teppi borin inn í fjöldahjálparstöðina í Hvolsskóla. Mynd/ Vilhelm.
Teppi borin inn í fjöldahjálparstöðina í Hvolsskóla. Mynd/ Vilhelm.
Verið er að bera teppi og annan nauðsynjabúnað inn í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð sem tekur á móti fólki úr Fljótshlíðinni.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að gos sé hafið á suðurjaðri Eyjafjallajökuls samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð starfar nú á neyðarstigi samkvæmt upplýsingum sem hafa borist þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×