Viðskipti erlent

Google hótar að loka í Kína vegna ritskoðunnar

Netrisinn Google hefur hótað því að loka fyrir starfsemi sína í Kína sem er stærsti netmarkaður heimsins með 350 milljónir notenda. Ástæðan er ritskoðun kínverskra stjórnvalda á vefsíðum Google.

Samkvæmt fréttum í alþjóðlegum fjölmiðlum, m.a. Reuters og Bloomberg, kemur hótunin í kjölfar þess að tölvuþrjótar brutust inn á vefsíður og tölvupósta hjá baráttumönnum fyrir mannréttindum í Kína. Sökum þessa ætlar Google að afnema ritskoðun stjórnvalda á sínum vefsíðum en slík ritskoðun er grundvöllur þess að netfyrirtæki geti starfað í Kína.

Samkvæmt ritskoðuninni er m.a. bannað að ræða málefni á borð við sjálfstæðisbaráttu Tíbet og og Falun Gong hreyfinguna á vefsíðum í Kína ásamt nokkrum öðrum viðfangsefnum sem stjórnvöld þar í landi telja „viðkvæm".

Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af þessari Þróun en Hillary Clinton utanríkisráðherra landsins ætlaði að tilkynna um nýja tækni í næstu viku sem auðveldar almenningi aðgang að óritskoðuðu neti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×