Handbolti

Elías Már: Við ætlum að klára þetta

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Elías Már Halldórsson í leik með Haukum.
Elías Már Halldórsson í leik með Haukum.
„Þetta var kannski óþarfi að hleypa HK svona nálægt undir lokin en þeir eru með gott lið og það er seygla í þessu og við erum að spila finnst mér frekar ílla sóknarlega eiginlega allan leikinn. Okkar langaði þetta ógeðslega mikið þar sem við höfum komið hér tvisvar í vetur og tapað en það var ekki í boði í dag. Munurinn í dag var að hungrið var meira hjá okkur," sagði Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, eftir að lið hans sigraði HK í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild karla í handbolta. HK eru farnir í sumarfrí en Haukamenn mæta annað hvort Val eða Akueyri í úrslitarimmunni.

„Það er gott að fá núna smá frí og fínt að ná að hlaða aðeins um helgina en svo á mánudaginn byrjum við strax að undirbúa okkur fyrir næsta leik."

Elías segir ekki skipta mál hvaða lið mæti þeim í úrslitarimmunni því bæði lið séu sterk og enginn leikur verði auðveldur.

„Ég held að það skipti engu máli hvaða lið við fáum í úrslitum þar sem að þetta verður örugglega mjög erfitt. Það er mjög erfitt að fara í Vodafone-höllina og líka mjög erfitt að fara norður þannig ég held að það skipti engu máli hvort það verður," sagði Elías.

Elías Már er bjartsýnn fyrir næsta slag og segir sína menn ætla klára frábært tímabil með því að landa síðasta bikarnum en þeir hafa sigrað allt annað sem í boði hefur verið í vetur.

„Við ætlum að klára þetta með stæl. Þetta lítur mjög vel út eins og staðan er í dag, við erum handhafar allra titla á Íslandi þannig við getum kórónað frábært tímabil með því að klára þetta dæmi. Að sjálfum gerum við það, við ætlum að klára þetta," sagði Elías Már ánægður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×