Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins.
Í júlí 2008 greiddi Fons, félag sem þá var í eigu Pálma Haraldssonar, einn milljarð króna inn á persónulegan tékkareikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ekkert fylgiskjal er að finna í bókhaldi Fons fyrir millifærslunni. Þá fannst enginn samningur um greiðsluna. Milljarðurinn á rætur sínar að rekja til fyrirgreiðslu frá Glitni vegna félagsins FS38 sem þá var í eigu Fons.
Fons tók 2,5 milljarð króna að láni frá Glitni og endurlánaði þá fjárhæð til FS38 sem aftur lánaði FS37, sem síðar varð Stím.
Með kaupsamningi sem dagsettur er sama dag og millifærslan fór fram keypti FS38 hlutabréf Fons í Aurum Holdings fyrir 6 milljarða króna. Lánasamningur vegna kaupanna var gerður fimm dögum áður en Glitnir lánaði félaginu alla fjárhæðina. Milljarður af þessu fé fór inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs.
Pálmi Haraldsson hefur sagt í skýrslutökum að Fons hefði gert lánasamning við Þú Blásól ehf sem var í eigu Jóns Ásgeirs og umræddur milljarður verið lánaður því félagi. Í gögnum þrotabús Fons er að finna skuldabréf fyrir sömu upphæð og er skuldari Þú Blásól. Skuldabréfið bar að greiða með einni afborgun í júní 2012. Krafan var aftur á móti afskrifuð í bókhaldinu sjö mánuðum síðar. Engin gögn benda til þess að féð hafi verið greitt til Þú Blásólar.
Því virðist samkomulagið ekki hafa verið efnt en milljarðurinn var þess í stað lagður inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs.
Skiptastjóri tilkynnti um riftun á greiðslunni í janúar og gerði þá kröfu um endurgreiðslu auk dráttarvaxta. Jón Ásgeir hefur ekki orðið við því og þess vegna er málið höfðað. Skiptastjórinn telur að um gjöf hafi verið að ræða. Greiðslan hafi orðið Jóni Ásgeiri til hagsbóta en verið á kostnað kröfuhafa Fons.
Krafan var þingfest í dag og hafnaði lögmaður Jóns Ásgeirs henni.
Telur að milljarða millifærsla til Jóns Ásgeirs hafi verið gjöf

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent


Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hækkanir í Kauphöllinni á ný
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent