Snorri Steinn: Leggjum allt í þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 14:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Nordic Photos / AFP Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen." Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen."
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira