Agndofa gagnvart þessum kröftum 15. apríl 2010 06:00 Eldgos. Mynd Egill. Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira