Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar 9. apríl 2010 06:00 Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að stefna skilanefndinni. Mynd/ Anton. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj Aurum Holding málið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj
Aurum Holding málið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira