Handbolti

Hlynur Morthens: Kominn tími á að fá bikarinn aftur í Reykjavík

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Hlynur Morthens.
Hlynur Morthens.

„Fannst þér ég ekki góður?," spurði markvörðurinn snjalli, Hlynur Morthens, fréttamann vísi eftir sigur Vals gegn Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði í framlengingu þar sem Valsmenn kláruðu dæmið en lokatölur í Vodafone-höllinni, 30-26.

Hlynur steig upp í lokin með lykilvörslum og kom í veg fyrir að gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni.

„Það var ekkert annað í boði en að skila sínu í framlengingunni. Mér fannst ég ekki vera búinn að vera nægilega góður og hefði í raun bara átt að taka mig útaf og leyfa mér að róa mig en ég náði því hérna inn í klefa. Náði aðeins að slaka og frábært að klára þetta í framlengingunni. Þetta gerist ekki sætara," sagði Hlynur Morthens brosmildur í leikslok.

Valsmenn mæta Haukum í slagnum um íslandsmeistaratitilinn en Hlynur segir kominn tími á að bikarinn fari eitthvað annað en í Hafnarfjörðinn.

„Mér líst frábærlega á þetta og þarna eru tvö sterkustu liðin að fara mætast. Þeir hafa sýnt mestan stöðuleika í vetur og unnu okkur í bikarnum, nú þurfum við að bæta upp fyrir það," bætti Hlynur við.

„Það gengur ekki að hafa þessa dollu alltaf í Hafnarfirði og kominn tími á að fá bikarinn aftur í Reykjavík," sagði Hlynur ákveðinn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×