Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2010 18:45 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira